Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Frost, brrrrr!

Já, það var sko frost í morgun, -3 gráður. Labbaði í vinnuna kappklædd, en það var samt voða hressandi. Svo var nú kominn 6-8 stiga hiti og falleg sól þegar ég fór heim. Þurfti sem betur fer ekki að labba heim kappklædd, heldur kom kallinn að sækja mig svo ég gat bara hent úlpunni í aftursætið ;) Var sko í hlýrri peysu, flíspeysu og úlpu ;)

En matseðillinn já, hann var svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: Ferskt salat með rækjum og smá dressing.
Miðdegisverður: Kjúklingur með grísku salati og Keselladressing, svívirðilega gott sko :D
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L og skinku/léttsultu og osti.
Millibiti: 1 pk Solano, 6 low carb karamellur og 28 grömm low carb súkkulaði.

Samtals var þetta um 1260 kkal. og 31 gramm kolvetni.

Ég fór í Flæði og Jafnvægi áðan, mikið rosalega eru þessir tímar frábærir. Mér er sko farið að finnast algjör möst að mæta í þennan tíma vikulega. Maður liðkast, losar spennu, þjálfar jafnvægið og þar að auki felast í þessu heilmiklar styrktaræfingar og einnig svolítið púl ;) Finn líka að eftir sem ég er farin að þekkja æfingarnar betur þá fæ ég meira og meira út úr þessum tímum. Svo ætla ég á Orbitrekkið og tækin á morgun.

Oh, mig langar ógeðslega mikið að sjá National Lampoons Christmas Vacation núna :/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home