Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Oh what a wonderful day ;D

Ójá, það er bara hamingja hér. Nýjasta þyngdartalan er 74,5 kg :D Ég er að nálgast þyngdina sem ég var í þegar ég var tvítug og óðum að nálgast kjörþyngd. Hvorki meira né minna en 2,5 kg fóru í síðustu viku sem sagt. Ég var búin að setja mér það markmið að komast í 75 kg fyrir jól, sýnist ég vel búin að ná því, það er ekki einu sinni kominn desember ;D Ætli ég nái 72 kg takmarkinu fyrir jól? Jájá, best að vera ekki með neina græðgi.

Ætla að rölta út í búð bráðum, eða kannski keyra bara (það er svo ógeðslega kalt). Ætla að kaupa rjóma í pastað sem ég ætla að hafa í matinn á eftir, og kaupa snickersið mitt ;) Matseðill dagsins er planaður svona:

Brunch: 2 sneiðar low carb pizza frá í gær.
Miðdegisverður: Tortellini með skinku og rjómaostasósu, grískt salat með.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Millibiti: 1 pk Läkerol cactus, 1 snickers.

Samtals gerir þetta um 1470 kkal. og 83,5 grömm kolvetni. Ekkert svo slæmt miðað við nammidag ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home