Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hlaut að koma að því

Já, það hlaut að koma að því að ég dytti niður af bleika skýinu mínu, ánægð samt hvað þetta hélst lengi og ég er nú að reyna klifra upp á það strax aftur. Dagurinn í dag var bara algjört kaos matarlega séð. Verulega einhæft fæði og þar að auki laumaðist einn súkkulaðimoli upp í mig... og ég er ekki einu sinni með samviskubit yfir því. Bara naut hans meira að segja. Og já, það var bara einn og þó ég sé svona hálfniðurdregin, þá fannst mér ekkert mál að stoppa eftir þennan eina. Yndislegur Toblerone moli og ég fékk bara jólafíling þegar ég var með hann í munninum og fann bragðið og lyktina. En annars er það bara búin að vera pizza í dag, restin af low carb pizzunni minni, og svo reyndar einhver brokkolí og skinkugratín sem fékkst í vinnunni. Aldrei þessu vant hægt að fá gott kolvetnasnautt fæði í matsalnum. En já, svo ég sé nú samviskusöm og skrái þetta niður þá var dagurinn svona:

Morgunmatur: Low carb pizza.
Hádegismatur: Low carb pizza.
Miðdegisverður: Brokkolí- og skinkugratín með fersku salati.
Kvöldsnarl: Low carb pizza.
Millibiti: 1 pk. Läkerol salvi, 1 pk Solano og 1 Toblerone moli.

Samtals var þetta um 1470 kkal. og 28 grömm kolvetni.

Ég vona að ég komist upp á bleika skýið mitt aftur á morgun, ég reyni að ríghalda mér í það með báðum höndum og svífa með samt sem áður. Hlýt að geta klifrað upp aftur í fyrramálið ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home