Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, janúar 17, 2005

Ánægð með daginn ;)

Ég er búin að vera mjög dugleg í dag og er afskaplega ánægð með mig ;) Mataræðið alveg verið til fyrirmyndar og einnig dreif ég mig í ræktina og tók vel á á Orbitrekkinu. Lét það reyndar duga í þetta skiptið þar sem ég var svolítið tímabundin. En ég tók samt 45 mínútur á því. Mp3 græjan mín er bara argasta snilld sko, ég er svona helmingi orkumeiri þegar ég er með mína eigin músík ;) Orba í takt við dúndrandi tónlist og dilla mér næstum því með. Eini gallinn er að ég þarf virkilega að hemja mig að fara ekki að syngja með upphátt, hehe.

En svona var matseðill dagsins:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð, önnur með L&L, léttosti og skinku, hin með léttmarmelaði og léttosti. 125mL léttjógúrt með mangó (svakalega létt allt saman ;)
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Miðdegisverður: Þurrsteikt nautahakk með wok grænmeti og low carb pasta, 1 msk chili sósa og 1 msk créme fraiche dressing.
Kvöldsnarl: Skyr með strásætu og Crémefine, 1/2 banani.
Millibiti: 1 pk. Läkerol salvi.

Samtals gerir þetta um 1260 kkal. og 70 grömm kolvetni. Er sko alveg sátt við það ;)

Svo verður önnur afmælisveisla á sunnudaginn, yngri skvísan mín verður nefninlega fimm ára á mánudaginn eftir viku. En í þetta skiptið ætla ég að passa að baka low carb möffinsana handa mér ;) Enda hef ég betri tíma núna að undirbúa veisluna. Ætla sko ekki að bæta á mig jólakílóunum eina ferðina enn ;)

Jæja skvísur, er farin bloggrúntinn ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home