Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Skrýtinn dagur

Ég sofnaði sko ekki dúr síðustu nótt, enn alveg föst á næturvaktatíma. Svo klukkan sjö gafst ég bara upp, vakti krakkana og kom þeim í leikskóla og skóla, og dreif mig svo bara í ræktina. Svo kom ég heim, fékk mér smá að borða og lagði mig eftir það í 3 tíma. Þá sótti ég krakkana í leikskólann og dormaði síðan smá í sófanum á meðan þau horfðu á barnatíma. Svo rotaðist ég bara í sófanum í kvöld og vaknaði um miðnætti. Algjört rugl ;)

En svona var dagurinn matarlega séð:

Morgunmatur: Enginn.
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð, önnur með kjúklingasalati, hin með L&L, roastbeef og eggjum, 125 mL léttjógúrt með jarðarberjum.
Miðdegisverður: Skyr með gervirjóma (Crémefine) og strásætu, köld hangikjötssneið.
Kvöldsnarl 1: Ferskt salat með rækjum, fetaosti, ólívum og ristuðum furuhnetum, smá dressing.
Kvöldsnarl 2: 1 stór sneið sólkjarnabrauð með kjúklingasalati/léttsultu og osti/lifrarkæfu (skipti henni í 3 litlar sneiðar).
Millibiti: 75 gr vínber og hálft epli, 1 pk. Läkerol salvi.

Samtals er þetta um 1330 kkal. og 75 grömm kolvetni. Bara allt í lagi. Ég er ógeðslega ánægð með að hafa bara drifið mig í ræktina í morgun, hefði annars varla nennt því um kvöldið, var svo þreytt og asnaleg þá. Ætla líka að reyna að fara á morgun.

En stelpur, eruð þið með msn? Gæti kannski verið gaman að spjalla þar stundum. Mitt msn mail er lilja@vortex.is ef þið viljið adda mér. Endilega smellið ykkar inn ef þið viljið.

Jæja, best að fara bloggrúntinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home