Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, janúar 03, 2005

Ný byrjun

Já, það veitir sko ekki af. Ég held hreinlega að ég hafi fengið á mig 5 kg, enn og aftur. Reyndar vigtaði ég mig ekki í morgun, enda svo sem sólarhringurinn svolítið úr skorðum og ég ætla ekki að setja inn tölu fyrr en það er komið smá jafnvægi á. En það verður bara að hafa það og ég er byrjuð aftur í mínu venjulega mataræði og er bara alveg ROSALEGA fegin. Nú verður sko ekkert meira Machintosh eða Nóa konfekt og Sambó lakkrís. Ég reyndar keypti slatta af low carb sælgæti á Íslandi og ætla að eiga það þegar nammiþörfin er að fara með mig. Svo á ég harðfisk líka. Keypti meira að segja líka skyr og frosna ýsu á Íslandi sem ég tók svo með mér hingað ;)

En já, það er gott að vera byrjuð aftur. Elsku kallinn minn gaf mér mp3 spilara í jólagjöf og ég hlakka svakalega til að fara með hann í ræktina á eftir og geta Orbitrekkað í takt við MÍNA tónlist ;) Ætla að drífa mig á eftir. Ég tók nú leikfimifötin með mér til Íslands og ætlaði að drífa mig einhverja dagana, en það gafst bara enginn tími til þess. Komst ekki einu sinni í sund :S En það verður gott að komast í hreyfinguna aftur.

Jæja, ég ætla að fá mér Lindbergbrauð með eggjum og roastbeef, og eina jógúrtdós ;) Skrifa svo matseðil dagsins inn seinna í dag. Ætla að kíkja bloggrúnt á ykkur stelpur ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home