Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, desember 16, 2004

Kolvetnabombudagur

Uss og svei, jájá. Ákvað að gleyma bara megruninni í dag. Stúss, stúss, búðarráp og mikið að gera. Í hádeginu settist ég niður á kaffihús með vinkonu minni og fékk mér einhverskonar langloku með rækjum. Svo fengum við pakka frá tengdó og þar var líka Apollólakkrís (sem reyndar verður geymdur til jóla) og svo Síríus rjómasúkkulaði sem ég bara stóðst engan vegin ;) Fékk mér svona um 60 grömm af því. Svo fékk ég mér líka 10 litlar piparkökur. Síðan ætla ég að toppa þetta með því að fara á Bridget Jones í bíói í kvöld og fá mér eitthvað smá gúmolaði þar. Sem sagt bara frídagur í dag og ég ætla ekkert að hafa samviskubit yfir þessu. Nenni ekki að skrifa inn matseðilinn, er komin upp í svona 1550 kkal, núna og það eiga einhverjar eftir að bætast við á eftir þegar ég fer í bíó. En ég er ánægð með eitt, og það er að ég hef ekki lengur þörf fyrir að gjörsamlega klára það nammi sem til er ;)

Tata görlís ;)

Lilja, ekki dugleg í mataræðinu í dag en samt í ágætis skapi ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home