Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ógeðslega er ég dugleg, jeeeej ;D

Ég er nú bara ekkert smá stolt af sjálfri mér. Það var jólaskemmtun hjá bekknum hennar Elísu í kvöld og ég bakaði pönnsur til að taka með þangað. Það flóði náttúrulega allt í kökum og konfekti þar... en ég fékk mér ekki einn einasta bita!!! Ég fékk mér ekki einu sinni smakk af pönnukökunum sem ég bakaði sjálf, hvorki hér heima eða á skemmtuninni. Ég var svo sniðug að ég tók bara með mér hollt nesti; tvær low carb bollur með áleggi, og 0,5 L af TAB X-tra. Þessir Norðmenn eru alltaf með saft alls staðar... jú og kaffi, en ég drakk bara mitt TAB X-tra. Þannig að mér finnst ég hafa verið svakalega dugleg í dag ;) Fór að vísu ekki í ræktina, en ég fór í gær svo það er í góðu lagi. Svona var dagurinn minn:

Morgunmatur: 125 ml léttjógúrt með ananas, 1 sneið Lindbergbrauð með L&L og osti.
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Miðdegisverður: 2 low carb brauðbollur, önnur með L&L, skinku og osti, hin með L&L og bananasneiðum.
Kvöldsnarl: Nautakjöt með wok grænmeti og 0,5 dl Kesam sem sósu.
Millibiti: Ca 40 grömm low carb súkkulaði, 1 pk Läkerol salvi.

Samtals var þetta um 1270 kkal. og 51 gramm kolvetni. Fínn dagur bara.

En Arna mín litla er ENN lasin, búin að vera með háan hita síðan aðfaranótt þriðjudagsins. Hún er nú ekki með mikinn hita á daginn, en hann hækkar á kvöldin. Áðan var hún með 40,4 og þá gaf ég henni nú paracetamol. Samt hefur hún verið ótrúlega hress, miðað við að vera með svona háan hita. Það var eiginlega bara rétt áðan sem hún rumskaði og var óróleg og eiginlega með smá óráði, kófsveitt og heitt... og þá gaf ég henni paracetamol. Ég finn að hún er minna heit núna og hún sefur rólega. Hóstar að vísu slatta af og til. Ef hún fer ekki að lagast almennilega verðum við líklega að kíkja til dokksa og láta athuga þetta. Hún er sko EKKI vön að vera svona lengi lasin þegar hún verður lasin. Hefur bara varla neitt verið á leikskólanum þessa vikuna :S

Jæja, best að kíkja smá bloggrúnt stelpur, luvja ;D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home