Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, desember 05, 2004

Komið kvöld

Þá er víst best að setja inn skýrslu dagsins, Er bara mjög ánægð með mig í dag, ekkert svindl og fór bæði í ræktina og í klukkutíma labbitúr með krökkunum. Matseðillinn var svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar sólkjarnabrauð, önnur með lifrarkæfu og gúrkusneiðum og hin með L%L, skinku og osti.
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Miðdegisverður: Nautahakk og grænmeti steikt á pönnu, smá rjómasletta sem sósa.
Kvöldsnarl: 1,5 dl Kefir með strásætu, 1 sneið Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Millibiti: 28 gr low carb súkkulaði, 9 low carb karamellur, 1 pk. Läkerol salvi.

Samtals gerir þetta u.þ.b. 1370 kkal. og 56 grömm kolvetni.

Ég er að hugsa um að fara kannski að bæta inn léttjógúrt með einhverjum ávöxtum, eða einhverju slíku fyrst ég ætla að prófa að auka kolvetnin smá. Kíki kannski á úrvalið á morgun ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home