Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, desember 04, 2004

Laugardagur til lukku

Eða ég vona það allavegana. Bara verið ósköp venjulegur dagur með svolitlu low carb nammi ;) Svona leit hann út:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Mádegismatur: Grískt salat með ristuðum furuhnetum og kjúklingi, Kesamdressing.
Miðdegisverður: Þurrsteikt nautahakk með fersku grænmeti, smá dressing.
Kvöldsnarl: 1 sneið Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Millibiti: Ca 55 grömm low carb súkkulaði, 6 low carb karamellur, 1 pk Läkerol cactus.

Þetta gerði svo mikið sem um 1485 kkal. og 33 grömm kolvetni. Það verður áhugavert að sjá hvað vigtin segir á morgun. undanfarin vika hefur einkennst svolítið af konfektmolum og krembollum en það þýðir ekkert að fárast yfir því núna. Eiginlega verð ég sátt ef ég bara verð komin aftur niður í 74,5 kg (vonivonivon )

Ég fór ekki í leikfimi í dag, þurfti að stússast svo mikið, en ætla á morgun.

Annars var ég að horfa á skemmtilegan þátt í sjónvarpinu áðan, um hinn fullkomna afturenda, eitthvað sem ég hef sko ekki, heh . En það var einmitt rætt um hvað brjóst eru ekki lengur aðalkyntákn kvennanna, heldur þrýstinn og lögulegur bossinn . Það var sérstaklega fylgst með þremur konum í þættinum sem vildu laga rassinn á sér. Ein valdi fitusog, önnur einhverja rafmeðferð og sú þriðja hefðbundna líkamsrækt og mataræði með aðstoð einkaþjálfara. Allar náðu árangri sem þær voru sáttar við.

Annars fór ég að hugsa að mig bara virkilega langar núna að láta laga á mér magann, kannski ég geri það einhverntíman þegar ég er komin í 70 kg eða 68, hehe. Áður þá var ég nú alveg á því að mér væri nokk sama um þennan hengimaga, bara ég gæti falið hann í buxunum, en núna er mig farið að langa að geta jafnvel verið í BIKÍNÍ á ströndinni á sumrin. ÉG!!! Í BIKÍNÍ!!! Hef sko aldrei verið bikínimanneskja. En ég held nefninlega að ég myndi virka miklu grennri ef þessi hengimagi minn væri ekki þarna, er viss um að buxnastærðin mín myndi minnka um heila stærð við það. Kannski er maður bara orðinn allt of hégómagjarn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home