Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, desember 06, 2004

Breytingar

Eins og ég hef minnst áður þá er búin að taka þá ákvörðun að bæta við kolvetnum á matseðilinn minn. Ætla að leyfa mér t.d. léttjógúrt og einhverja ávexti. Bíð aðeins með morgunkorn og svoleiðis, það er svo svakalega kolvetnaríkt ;) Eins ætla ég að halda áfram að forðast hrísgrjón og pasta. Stefnan er núna að halda sér undir ca 60 grömmum af kolvetnum á dag og sjá hvernig það gengur. Einnig ætla ég að reyna að velja frekar flókin kolvetni heldur en einföld, eða þá miða við sykurstuðulinn ;)

Svona var dagurinn minn í dag:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: 2 sneiðar sólkjarnabrauð með L&L og osti, 125 mL léttjógúrt með skógarberjum.
Miðdegisverður: Grískt salat með ristuðum furuhnetum, þurrsteikt nautahakk og kesamdressing.
Kvöldverður: Eggjahræra með rækjum og osti.
Millibiti: Barasta enginn í dag.

Samtals var þetta um 1300 kkal. og 47 grömm kolvetni. Engin leikfimi í dag, bara nennti ekki þar sem ég fór í gær.

Annars á ekki af manni að ganga núna. Var að fá þær fréttir að afi minn væri kominn á spítala með alvarlega lungnabólgu, en hann er með svo léleg lungu karlinn :( Er bara ansi hrædd um hann :( Vonandi nær hann sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home