Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, desember 07, 2004

Jógúrt er gott ;)

Mmm og namm, mér finnst æðislegt að geta fengið mér jógúrt. Svo er jógúrtin hér í svo heppilega stórum pakkningum, 125 ml, ekki eins stórar og á Íslandi. Mjög mátulegt að fá sér eina svona jógúrt og svo brauðsneið með.

Annars þá ætla ég að gefa nýja mataræðinu mínu smá tíma áður en ég fer að dæma hvernig það virkar. Þegar maður er á kolvetnasnauðu þá náttúrulega losar líkaminn sig við kolvetnabirgðirnar í líkamanum, en þær eru bundnar vatni í vöðvum og lifur. ÞEssi forði bundinn vatni vegur um 2 kg. Þegar maður svo borðar meira af kolvetnum þá byggir líkaminn upp þessar birgðir aftur. Þannig að ég býst við að líkaminn minn sé þá aðeins að byggja upp aftur kolvetnabirgðirnar og ég ætla ekki að reikna með miklu þyngdartapi fyrr en eftir kannski viku í fyrsta lagi.

Annars leit dagurinn svona út:

Morgunmatur: 125 mL apríkósu-léttjógúrt, 1 sneið Lindbergbrauð með L&L og roastbeef.
Hádegismatur: 1 stór sneið sólkjarnabrauð með L&L, roastbeef og osti.
Miðdegisverður: Nautakjöt með pönnusteiktu Wok grænmeti og smá rjómasósu.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð, önnur með L&L, roastbeef og eggjum, hin með léttsultu og osti.
Millibiti: 25 gr Lindberg-karamellustöng, 14 gr low carb súkkulaði, 1 pk Läkerol salvi.

Samtals var þetta um 1160 kkal. og 64 grömm kolvetni.

Ég fór ekki í ræktina í dag. Ég átti eiginlega að vera á kvöldvakt, en Arna var lasin svo ég var heima í dag. Bjöggi var nefninlega á námskeiði og hefði ekki verið kominn heim áður en kvöldvaktin byrjaði. Svo ekki gat ég farið í ræktina í morgun og mér fannst bara einum of hallærislegt að fara í kvöld þegar ég hefði átt að vera í vinnunni. Í raun ekkert að því, en ég bara nenni ekki einhverjum kjaftasögum ef maður hefði rekist á einhvern. En ég ætla að drífa mig annað kvöld.

Þarf að fara að skoða kolvetnainnihaldið í ávöxtunum núna bráðlega og sjá hvað ég get leyft mér af þeim ;)

Og já, afi er betri, sem betur fer. Vonandi klórar hann sig í gegnum þetta eina ferðina enn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home