Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, desember 10, 2004

Aftur komin helgi ;D

Ég elska föstudagskvöld, vitandi að öll helgin er framundan ;) Annars er ég bara mjög jákvæð þessa dagana og líður vel. Ég er sko búin að klifra vel upp á bleika skýið mitt aftur og svíf auðveldlega áfram. Fór í ræktina áðan í pallatíma og púlaði svakalega vel, alveg á fullu allan tímann. Mataræðið gengur líka svona glimrandi. Svona var dagurinn minn í dag:

Morgunmatur: 125 ml léttjógúrt með skógarberjum, 1 sneið Lindbergbrauð með L&L og osti.
Hádegismatur: 2 low carb brauðbollur með L&L, skinku og osti annars vegar og L&L og bananasneiðum hins vegar.
Miðdegisverður: Kjúklingabringa með grísku salati og kesamdressing.
Kvöldsnarl: 1/2 epli.
Millibiti: 2 litlar sneiðar sólkjarnabrauð, önnur með lifrarkæfu og hin með L&L og osti, 1 pk Läkerol salvi.

Þetta gerði um 1220 kkal. og 65 grömm kolvetni. Kvöldsnarlið var óvenju lítið hjá mér, en miðdegisverðurinn var líka frekar seint hjá mér í kvöld. Ég fékk mér í staðin sólkjarnarbrauð á milli hádegismatsins og miðdegisverðarins.

Jæja, ætla að kíkja aðeins bloggrúntinn og svo bara finna mér einhverja góða mynd að horfa á og slappa af í sófanum ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home