Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, desember 15, 2004

Úff, erfiður dagur, en samt ágætur ;)

Ja, skal bara viðurkenna að mataræðið var ekkert alveg æðislegt í dag. Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér í dag að ég hef því miður ekkert planað mataræðið mitt í dag og bara étið það sem mér hefur dottið í hug. Var að vinna á morgunvakt, fékk reyndar að fara aðeins fyrr því að stóra stelpan mín var ein heima lasin. Svo þurftum við að sækja litlu krakkana og síðan drifum við okkur í búðir að kaupa jólagjafir. Úff, það er sko ekkert grín að vera með tvo litla þreytta krakka í búðum þegar maður er búinn að þvælast um í 1-2 tíma. Þannig að við drifum okkur bara á McDonalds, keyptum mat og fórum með hann heim og átum þar í rólegheitum. Síðan var ég að dútla við að klára heimaföndruðu jólagjafirnar og pakka inn öðrum. Ég datt svolítið í nammið, aðallega low carb nammið og harðfiskinn (takk elsku mamma), en reyndar líka nokkra lakkríkonfektsmola... oh hvað þeir eru góðir ;) Ég hef samt voða litlar áhyggjur af þessum degi, á ekki von á að ég þyngist neitt gífurlega þrátt fyrir þetta. En svona var matseðillinn:

Morgunmatur: 125 ml léttjógúrt með mangó, 1 sneið Lindbergbrauð með L&L, salami og osti.
Hádegismatur: Ferskt salat með einhverjum rækjusýnishornum (ekki var nú örlætið mikið á þeim bæ) og smá dressing.
Miðdegisverður: McDonalds Grilled chicken bacon ranch salat með dressing.
Kvöldsnarl: Harðfiskur með L&L.
Millibiti: 1 pk Läkerol cactus, 2 Pecan Delight, fullt af Crispy Miniatures (voru að læðast upp í mig yfir allan seinnipartinn og kvöldið), ca 4 lakkrískonfektmolar.

Kaloríurnar urðu auðvitað allt of margar, eða um 1760 kkal., og svo gerði þetta um 60 grömm kolvetni, sem er alveg ok.

En það er gott að vera búin að kaupa flestar jólagjafirnar, þarf að drífa í að senda þær helst strax á morgun.

Afi er hins vegar ekki betri og í raun ekki búist við að hann verði það neitt aftur :( Vildi óska að ég væri á Íslandi núna svo ég gæti hitt hann áður en hann kveður. En hann veit að ég hugsa til hans, og við öll hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home