Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, desember 21, 2004

Nóg að gera

Jámm, maður er að reyna að klára allt fyrir jólin. það er nú eiginlega bara smá tiltekt eftir. Annars er ég bara ferlega þreytt, ekki enn alveg búin að snúa sólarhringnum almennilega við eftir næturvaktirnar. Hef ekki farið í ræktina síðan á föstudaginn og held að ég orki bara ekki að fara í kvöld. Ætla að reyna að klára að brjóta saman þvottafjallið mitt og bara reyna að ná góðum svefni svo ég geti klárað að taka til á morgun. Ætla svo bara að drífa mig í ræktina á morgun.

Mataræðið er svona lalala, það læðast upp í mig einstaka suðusúkkulaðimolar og low carb karamellur, en ég er samt alls ekkert í neinu svaka sukki. Hins vegar held ég að takmarkið núna verði bara að halda þyngdinni, er ekki alveg með orkuna 100% til að taka átakið mitt föstum tökum núna.

Jæja, ætla að elda fyrir liðið (og sjálfa mig) og kíki svo bloggrúntinn seinna í kvöld stelpur ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home