Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Úff og púff!!!

Þvílíkur dagur!
 
Ég vaknaði með krökkunum í morgun, kom þeim af stað og keyrði í leikskólann, alveg að drepast í maganum. Hafði enga lyst á morgunmat eða neinu, var bara með þennan skemmtilega niðurgang. Svo ég bara skreið upp í ból aftur og lagði mig. Vaknaði svo um hádegi og ákvað að hitta vinkonu mína niðri í bæ á kaffihúsi. Leið aðeins skár, en samt alltaf með einhverjar magapílur. Var alveg að drepast úr hungri og pantaði mér sjávarréttasalat, mjög girnilegt. Nema ég var næstum farin að æla þegar ég tók fyrsta bitann, svona var nú matarlystin glæsileg. Píndi mig samt til að borða svona helminginn af þessu. Svo druslaðist ég bara heim aftur og lagði mig meira.
 
Síðan sótti ég kallinn í vinnuna og svo krakkana á leikskólann og skreið svo upp í sófa, enn með ógleði og magaverki. Síðan um sexleytið þá hélt ég að ég væri orðin nokkuð góð og fór svaka borubrött í leikfimi. Púlaði í 25 mín á Orbitrekkinu og byrjaði svo á tækjaprógramminu, en hreinlega gafst upp eftir fyrsta tækið. Þá var ég bara skjálfandi og titrandi, óglatt eins og ég veit ekki hvað, í svitakasti og með svima. Alveg pottþétt verið líka út af því hversu lítið ég hafði getað borðað. Keypti mér jarðaber og át nokkur, sem löguðu þetta smá þannig að ég kom við á McDonalds og keypti kvöldmatinn þar, skreið svo heim og er bara búin að eiga heima í sófanum í kvöld. Hafði samt fyrir því að útbúa mér pönnsu (átti til tilbúna) með rjóma og jarðarberjum. Er aðeins skárri núna.
 
Matarlega var dagurinn svona:
 
Morgunmatur: Enginn.
Hádegismatur: Sjávarréttasalat.
Orkubiti: 3 jarðarber.
Kvöldmatur: McDonalds Bacon Ranch salat með dressingu.
Kvöldkaffi: Soyapönnukaka með þeyttum rjóma, jarðarberjum og smá strásætu. Ca 30 grömm kolvetnasnautt súkkulaði.
 
Þetta gerði nú ekki meira en ca 875 kkal. og 29 grömm kolvetni. Æ nó, verið ekkert að benda mér á að kaloríurnar voru fáar, ég veit það alveg. Hafði bara afskaplega litla lyst í dag þó hún hafi aðeins skánað með kvöldinu. Hef bara nákvæmlega enga lyst á neinu meira núna og það er sko ekki líkt mér.
 
En ég ætla sko að fara varlega með leikfimina á morgun. Verð bara að sjá til hvernig ég verð. Vil ekki lenda í þessu aftur.
 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home