Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, júlí 11, 2004

14 dagar í 80 kg ;)

Jæja, ég er vöknuð eftir næturvaktina. Steig á vigtina og varð ekkert smá ánægð. 82,0 kg!!! 1,2 kg farin þessa vikuna. Náði sem sagt markmiðinu þrátt fyrir allt og smá meira til ;) Samt er ég á blæðingum sem fær mig nú yfirleitt til að blása svolítið upp og safna á mig bjúg. Svo mældi ég sentimetrana og þeir komu bara vel út líka :D

Brjóst:............102 cm (102)
Mitti:...............77 cm (78)
Magi...............99 cm (101)
Mjaðmir:..........99 cm (100,5)
Upphandleggur:.32 cm (32)
Læri:................61 cm (62)
Kálfi:................39 cm (39)

Mittið, majðmirnar og maginn er greinilega að minnka, og meira að segja einn sentimetri farinn af lærinu :D

Nenni ekki að skrifa nákvæmlega það sem ég borðaði í gær, enda svo mikið rugl á máltíðunum svona á næturvöktunum. En þetta var allavegana egg og beikon, jarðaber og smá súkkulaði ásamt smá hnetum, kjúklingur með salati og AB dressing og nokkrir BabyBel ostar sem snakk. Ég fer ekki í leikfimi í dag þó ég hefði gjarnan viljað. Vaknaði klukkan hálfþrjú og ræktin lokar klukkan fjögur... og ekki get ég keyrt þangað *grrr*

En já, fyrst ég er orðin 82 kg þá má segja að ákveðnum áfanga sé náð. Síðan ég byrjaði í átakinu mínu í janúar 2003 eru farin 35 kg :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home