Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, júlí 06, 2004

19 dagar í 80 kg ;)

Jæja, uppgjöfin er liðin hjá. Takk fyrir peppið stelpur. Ég var reyndar alveg að farast úr nammi- og sætindaþörf áðan, en fann svo þetta snilldar "sælgæti" sem ég má borða. Ég man ekki hver það var sem benti á að jarðaber séu ekki svo kolvetnarík miðað við ávexti, en vá takk sko fyrir það. Ég nefninlega keypti jarðaber í gær fyrir krakkana og mundi svo eftir þessari athugasemd um að þau væri ekki mjög kolvetnarík. Ég fékk mér því smá AB mjólk með jarðaberjum og smá strásætu út á rétt áðan, og namminamminamm hvað þetta var gott. Ekki nema um 8 grömm kolvetni í þessu sælgæti og þar af voru reyndar flest kolvetnin úr AB mjólkinni, eða Cultura eins og hún heitir hér. Þannig að ég sé að ég get líka af og til fengið mér eintóm jarðaber sem snakk og sælgæti. Ætti kannski að prófa að frysta þau og gá hvort þau séu góð svoleiðis, sm.br. frosnu vínberin hennar Bryndísar :D

Dagurinn var svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með smurosti og skinku annars vegar, og L&L og osti hins vegar.
Hádegismatur: Egg og beikon.
Miðdegisverður: Nautakjöt steikt á pönnu ásamt léttsteiktu grænmeti.
Kvöldsnarl: Cultura (AB mjólk) með jarðaberjum og smá strásætu.

Heildin gerir um 1040 kkal. og 30 grömm kolvetni.

Er ekkert smá ánægð með þessa jarðaberjauppgötvun, enda eru fersk jarðaber seld út um allt núna, svaka góð :D

Ég fór ekki í leikfimi í gær, ætla að fara ca annan hvern dag og reyna að fara fjórum sinnum í viku. Ætla sem sagt í leikfimi á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home