Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, júlí 04, 2004

21 dagur í 80 kg, vigtunar- og mælingadagur

Þá er kominn sunnudagur aftur. Samkvæmt planinu ætlaði ég að vera 83,2 kg í dag og vigtin sýndi einmitt 83,2 kg. Enginn stórárangur svo sem, þar sem ég var 83,4 kg s.l. sunnudag, en ég er samt á áætlun. Svo verð ég kannski bara að vera ánægð með þetta þar sem ég er a.m.k kosti búin að komast að því að ég verð að passa mig aðeins á low-carb sælgætinu. Já og svo gúffaði ég í mig pizzu í nótt og miðað við það er nú bara stórkostlegt að ég hafi ekki verið 85 kg í dag ;Þ En ekki nennti ég í leikfimi áðan, það lokar klukkan 16 og ég var bara að skreiðast á fætur eftir næturvaktina. Æ já, fer bara á morgun, þá er opið til 21 og ég get verið búin að sofa almennilega og hressa mig við eftir næturvaktina í nótt.

En svo voru það mælingar líka:

Brjóst:............102 cm (102)
Mitti:...............78 cm (79)
Magi...............101 cm (102)
Mjaðmir:..........100,5 cm (101)
Upphandleggur:.32 cm (32)
Læri:................62 cm (62)
Kálfi:................39 cm (39)

Ekki voru það miklar breytingar frá síðustu mælingum, átti svo sem ekkert von á því. Nema er ánægð með að mittið og maginn virðist aðeins vera að minnka. Og brjóstin minnka líklega ekki endalaust, sem betur fer, hahaha ;)

Svo verð ég bara að vera rosa dugleg næstu viku, ekkert svindl og rugl, og ekki of mikið low-carb nammi (bara smá ;) Markmiðið er svo að vera orðin 82,1 kg næsta sunnudag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home