Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, júní 29, 2004

26 dagar í 80 kg ;)

Þetta er barasta búið að vera fínn dagur. Búin að standa mig vel í mataræðinu og fór líka í ræktina. Mér virðist bara ætla að ganga vel að standa við það að fara svona 4 sinnum í viku. Það allvegana virkar rosalega vel fyrir mig að ákveða hlutina svona fyrirfram, þá stend ég miklu frekar við það. T.d. setti ég mér alveg plan í síðustu viku, fara 4 ákveðna daga í ræktina, og ég stóð alveg við það. Ætla að gera það sama í þessari viku. Þetta er alveg eins og þegar ég fer á Orbitrekkið. Ef ég ákveð fyrirfram að púla í 30 mín, þá bara geri ég það. Ef ég hins vegar ákveð að taka bara 20 mín þennan daginn þá finnst mér ég ekki geta mínútu meira ;) Gerði magaæfingar eins og alltaf í dag, gat nú rétt gert ca 2 x 12 fyrst þegar ég byrjaði að æfa. En svo ákvað ég einn daginn að nú geri ég 2 x 15 og bara gerði það, og í dag ákvað ég að gera 20 + 15... var nú alveg búin eftir það, hahaha. Ég geri reyndar magaæfingarnar ekki þannig að ég ligg og hífi mig upp, heldur hálfsit ég og læt mig síga niður en fer aldrei alveg niður í gólf, þær taka aðeins meira í. En allavegana þá er það greinilegt að hugurinn og viljinn ber mann ansi langt.

Svo þykist ég vera farin að sjá móta fyrir axlavöðvum og upphandleggjavöðvum, hahaha, sér það örugglega enginn annar. Ja, kannski með MJÖÖÖG góðum vilja ;) Ég fíla vel að vera í svolítið þröngum bol að æfa, sé þá betur hvernig ég breytist í laginu... eða á vonandi eftir að sjá það ;) Mér er nokk sama þótt liðið þarni sjái fellingarnar á mér bunga út undir bolnum, tíhí ;þ

Matarlega var dagurinn á þessa leið:

Morgunmatur: 2 Lindbergbrauð með smurosti og skinku annars vegar og L&L og osti hins vegar.
Hádegismatur: Ferskt salat með rækjum og pínu dressing, smá eggjahræra og spekeskinka (hrá reykt skinka, ekta norskt sko ;).
Orkubiti: ca 15 grömm kolvetnasnautt súkkulaði.
Kvöldmatur: Pönnusteiktir svínakjötsstrimlar ásamt léttsteiktu grænmeti, oggulítil rjómasoðsósa.
Kvöldnart: 30 grömm kolvetnasnautt mjólkursúkkulaði.

Heildin gerir ca 1215 kkal. og 35 grömm kolvetni. Mjólkursúkkulaðið er kolvetnaríkara en þetta dökka sem ég borða vanalega. Mjólkursúkkulaðið er bara voða gott og svona mildara bragð, en það er náttúrulega mjólkursykur í því sem ekki er í hinu.

Frí á morgun, jibbí, jibbí :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home