Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, júní 26, 2004

29 dagar í 80 kg ;)

Jæja görlís, nú er sunnudagur á morgun og þá ætla ég að setja inn tölu og mæla ummálin líka. Ég er voða spennt, haha, þó svo ég hafi nú sjálf verið á vigtinni þennan tíma þá er það ÐÍ tala á morgun sko :Þ Ég fór í leikfimi í dag, fór reyndar bara í 25 mín á Orbitrekkinu í þetta skiptið, en tók vel á í tækjunum. Ég vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir hádegi svo það var enginn morgunmatur hjá mér í dag. Svona var dagurinn:

Hádegismatur: Grilled chicken bacon ranch salat frá MacDonalds og dressing með. 3 litlar skeiðar ís með súkkulaðisósu.
Orkubiti: 2 kolvetnissnauðar kexkökur.
Kvöldmatur: 2 litlir hamborgarar (ekki í brauði) með léttsteiktu grænmeti og smá dressingu.
Kvöldsnarl: 45 gr. Beikon snakk.

Ég var ekki komin nema rétt í 1000 kkal. eftir kvöldmatinn, en samt 39 grömm kolvetni, svo ég fékk mér svona Beikon snakk, en þetta er í raun eiginlega bara fita. Djúpsteikt svínapura, hehehe. Alveg ágætis snakk og allt í lagi þegar maður er á kolvetnissnauða. Svo vantaði mig líka nokkrar kaloríur þarna ;) Þannig að í heildina gerir þessi dagur ca 1360 kkal. og 39 grömm kolvetni. Reyndar veit ég ekki nákvæmlega hvað það eru margar kaloríur í einum svona poka af Beikon snakki, en ég slumpaði bara. það nefninlega stendur ekkert utan á pokanum. En þetta er ekkert neitt voða lítill poki þó það séu bara 45 grömm, þetta er svo létt. Ég er pakksödd núna og þarf sko ekkert meira í kvöld :D En oh, hvað mig vantar harðfisk, hann er alveg tilvalið snakk fyrir þá sem eru á kolvetnissnauðu fæði. Mest prótein og engin kolvetni ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home