Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, júní 24, 2004

31 dagur í 80 kg ;)

Enn gengur mér vel. Var að borða þennan ljúffenga miðdegisverð og er pakksödd :D Ég var á dagvakt í dag og enn og aftur var svona líka brjálað að gera. Ég passaði mig samt að borða smá um hádegið, eða reyndar komst ég ekki til þess fyrr en klukkan var að verða hálftvö. En svona er dagurinn í dag:

Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L og osti annars vegar, og smurosti og spægipylsu hins vegar.
Miðdegisverður: Nautakjötssneiðar og grænmeti steikt á pönnu, smá rjómasósa.

Þetta gera ca. 1320 kkal. og 25 grömm kolvetni. Ég er bara mjög sátt við það. Svo sem allt kvöldið eiginlega eftir, klukkan er 19, en ég ætla bara að sjá til hvort ég fæ mér eitthvað eða ekki. Á smá kolvetnasnautt súkkulaði og það má vel vera að ég fái mér smá af því seinna í kvöld.

En ég er hrikalega ánægð með mig, verð nú bara að segja það. Fór ekki í ræktina í dag, en það var líka planað. Ég er nefninlega meira að segja búin að setja upp plan fyrir hreyfinguna þessa vikuna og ætla að gera það svoleiðis áfram. Þ.e. setja vikulegt hreyfingarplan. En ég hjólaði í og úr vinnu í dag og svo fer ég í ræktina á morgun. Mér finnst ótrúlega auðvelt að standa mig þegar ég er búin að setja mér þetta skammtímamarkmið. Hlakka til að sjá og segja ykkur hvað þyngdin verður á sunnudaginn ;)

Hey já! Ég var ekkert smá ánægð í dag. Sko, þegar ég byrjaði að vinna hér í nóvemberlok 2002 þá þurfti ég að nota starfsmannaföt í stærð XXL. Svo eftir að ég byrjaðu í átakinu í janúar 2003 komst ég smám saman í XL og svo í L. Svo var ég að spá í því um daginn að þessi L föt væru nú eiginlega farin að hanga á mér (þau voru sko frekar þröng þegar ég tróð mér í þau fyrst, haha), svo ég ákvað að prófa í dag hvort ég kæmist í M stærð. Og viti menn, ég bara passaði svona líka flott í þau. Jakkinn var meira að segja ekki einu sinni þröngur yfir mjaðmirnar eða brjóstin, eins og L fötin voru á mig þegar ég skipti fyrst yfir úr XL í L :D Þannig að ég fílaði mig alveg úbermjóa í vinnunni í dag, hahaha ;D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home