Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, júní 21, 2004

34 dagar í 80 kg ;)

Nú er klukkan 20:15 hér og ég er mjög ánægð með mig í dag. Þetta er það sem ég er búin að borða:

Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Léttreyktar laxasneiðar með eggjahræru og grænmeti.
Orkubiti í leikfimi: Próteinstöng.
Kvöldmatur: Steiktir svínastrimlar og grænmeti með smá rjómasoðsósu.

Búið að reikna út hitaeiningar og kolvetnamagn, en þetta gerir ca 1383 kkal. og 24 grömm kolvetni. Ég býst alveg fastlega við að ég narti í eitthvað meira í kvöld, en ég sé að ég má bara alveg leyfa mér smá kvöldsnarl ;)

Annars fór ég í leikfimi og var hrikalega dugleg, hehe. Fór á Orbitrekkið og púlaði vel í 30 mín., og svo svona "cooldown" í 5 mín. Svo fór ég í tækin og rúntaði prógrammið mitt. Reyndar fann ég í miðjum klíðum að blóðsykurinn bara sökk niður, svo ég varð bara að stökkva fram og kaupa mér eina próteinstöng. Hún inniheldur 15 grömm kolvetni. Þannig að þið sjáið að af þessum 24 grömmum af kolvetni koma 15 grömm frá þessari einu stöng, kannski ekki skrítið að blóðsykurinn hafi droppað við þetta púl. Venjulega dugar mér nú að fá mér svona próteinstöng eftir æfinguna, en ég fattaði svo að ég hafði ekkert borðað frá því klukkan 11:30 og þar til ég fór í leikfimina um kl. 18, og klukkan hefur verið svona að verða 19 þegar ég fann að blóðsykurinn datt niður. Það fer ekkert á milli mála; mér verður óglatt, svimar smá og byrja að skjálfa. Varð fljótt betri eftir þessa próteinstöng og kláraði æfingarnar. Svo var ég reyndar enn pínu shaky og smá óglatt þegar ég kom heim, en nú er ég búin að borða almennilega og líður bara stórkostlega ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home