Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, júní 16, 2004

Dagurinn í dag

Hann er búinn að vera svona lalala. Var enn 85,4 kg í morgun, mjög ánægð með það ;) Mér gekk vel matarlega séð í vinnunni, borðaði kannski einni máltíð of mikið, þ.e. fékk mér morgunkaffi á milli morgunmatsins og hádegismatsins, er ekki vön því. En samt allt kolvetnasnautt. Fékk líka skemmtilegt hrós í vinnunni. Ein fyrrverandi starfskona mín kom í heimsókn, hefur ekki verið þarna í ca 3 mánuði, og tók alveg eftir hvað ég væri orðin grennri, tók sérstaklega eftir því að ég hefði grennst í framan :D

Síðan þegar ég var búin að hjóla heim úr vinnunni þá ákváðum við að skreppa til Svíþjóðar að versla og svoleiðis dagar verða alltaf smá sukkdagar ;) Við fengum okkur að borða á Burger King. Ég fékk mér eitthvað kjúklingasalat, en þarna er ekki til bara kjúklingasalat eins og McDonalds, heldur er þetta annað hvort pastasalat eða þá í svona flatbrauði. Ég fékk mér í flatbrauði, svo þar koma einhver kolvetni inn. Fannst það samt skárra en pastað. Það er sko gígantískt magn af kolvetnum í pasta. Svo er bara hefð að þegar við förum til Svíþjóðar að versla þá kaupi ég krembollur. Þetta er í einu skiptin sem ég kaupi krembollur, en mér finnst þær svo agalega góðar :S Ég er búin að fá mér tvær og ætla að reyna að hemja mig þar til seinna í kvöld og fá mér þá kannski eina í viðbót þá. Það varð ekkert úr leikfimiferðinni því við vorum ekki komin heim fyrr en hálfátta. Þá tók við að skipta niður kjötinu og frysta og ganga frá í ísskáp og frysti. Svo að koma krökkunum í bólið og núna vantar klukkuna kortér í níu, en ræktin lokar klukkan tíu. Auk þess er ég bara drulluþreytt eftir þennan dag, búin að vera á spani síðan klukkan sjö í morgun.

En ég á því ekki von á að þyngdin fari niður á við á morgun, en ég er samt mjög bjartsýn á að þetta sé að ganga vel hjá mér, þrátt fyrir að dagurinn hafi farið svona ;)

Svo er ég búin að bæta við einhverjum linkum. Mér finnst alveg frábært að sjá hvað það eru alltaf einhverjar að bætast í hópinn. En ætli það sé enginn karlmaður sem er með svona átaksblogg?

Jæja, ætla að fara á bloggrúntinn og kvitta hjá stelpunum og svo kannski finna mér einhverja góða mynd að horfa á og éta þessa einu krembollu í viðbót sem ég ætla að leyfa mér á eftir :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home