Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, júní 13, 2004

Týpískur matseðill hjá mér

Ætla bara að smella hér inn svona hvenig mjög týpískur dagur er hjá mér matarlega séð.

Morgunmatur
Egg og beikon, steikt á pönnu, eða 2 Fiber+ hrökkbrauðssneiðar með miklu áleggi, t.d. osti, skinku, spægipylsu, smurosti o.s.frv. Ekkert sætt álegg.

Hádegismatur:
Ferskt salat með einhverju af eftirtöldu: túnfiski-rækjum-skinkubitum-kjúkling. Sker oft ost í bita og hef með, eða þá fetaost. Smá dressingu út á.

Miðdegisverður (borða hann yfirleitt kl. 17)
Eitthvað kjöt sem mig langar í, t.d. finnst mér kjúklingabringur voða góðar. Reyni bara að hafa þetta smá fjölbreytt. Reyni líka að hafa fisk stundum. Með þessu hef ég léttsteikt grænmeti og sveppi í olíu, krydda það með hvítlaukskryddi. Svo er líka hægt að hafa bakaða, ostafyllta sveppi eða tómata. Sósu bý ég oft til úr steikarsoðinu og smá rjóma. Krydda bara eftir þörfum.

Sem kvöldsnarl fæ ég mér oft svona litla BabyBel osta að narta í. Smá jarðhnetur eru líka ok.

Ég drekk aðallega TAB X-tra. Í raun á maður víst að forðast gosdrykki með koffeini í, en þetta er eitthvað sem ég er ekki alveg tilbúin að gefa upp á bátinn. En reyndar fæ ég mér alltaf Olludjús inn á milli.

Svo er ég með linka á nokkrar uppskriftir af kolvetnasnauðum réttum hér til hægri og einnig upplýsingar um þetta fæði, eða kúrinn sem ég fékk upphaflega sendan ;)

Svo er náttúrulega harðfiskur með smjöri alveg súpergott snarl á kolvetnasnauðu fæði. Ég er líka búin að finna snakk sem ég má borða, það er bara djúpsteikt beikonpura held ég, haha, ekkert nema fita líklega. Síðan hef ég líka fundið kolvetnasnautt súkkulaði. Það er ekki nóg að það sé sykurlaust, því sætuefnið sem notað er skiptir máli. Ef það er maltitol eða laktitol skilst mér að það sé í lagi. Það eru að vísu alveg slatti af kolvetnum í svona súkkulaði, en þau kolvetni sem koma frá þessum sætuefnum eru lítið tekin upp af líkamanum og hafa því nær áhrif á blóðsykurinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home