Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, júní 05, 2004

Hvurslags er þetta með mann eiginlega?

Bara alltaf svindlandi? Það var samt ekki hægt annað, svo girnilegur matur sem hún Karin bauð upp á. Grillkjötið er nú í góðu lagi fyrir kúrinn, en ég stóðst ekki mátið að fá mér ofnbakaða kartöflubáta og smá rúnnstykki með hvítlaukssmjöri. Já og smá súkkulaði líka. Jæja, er ekki bara að taka sér taki og hætta svona svindli bara alveg? Hmm... allavegana setja sér einhver tímamörk, leyfa sér þetta aðra hvora helgi t.d., eða þriðju hvora. Ekki sniðugt að gera þetta um hverja helgi. Annars líður mér ekki eins og þetta hafi haft nein gífurleg áhrif, en það kemur í ljós á morgun. Ligg bara á bæn og vona það besta.

Annars var þetta alveg frábær dagur, 26 stiga hiti og við bara sátum úti allan tíman. Húsið er rétt við hafið þarna úti í skerjagörðunum og krakkarnir voru að busla í sjónum, skoða marflær og þangflær (eða hvað sem þær heita), marglyttur og skeljar. Svo var farið í svaka vatnsbyssuleik og bara geggjað fjör. Ég er skaðbrennd á bringunni, mundi alveg eftir að bera sólarvörn á krakkana en gleymdi alveg sjálfri mér :S Núna eru allir þreyttir en sælir, nema Hjalti sem er bara sæll og sofandi ;)

1 Comments:

  • At 6. júní 2004 kl. 00:03, Blogger Ólöf María said…

    Æðislega gaman hjá ykkur. Skil þig vel að geta ekki staðist allar þessar girnilegu freistingar :S en við verðum bara að taka okkur á þýðir ekkert að vera sukka svona :)

     

Skrifa ummæli

<< Home