Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, júní 04, 2004

Leikfimi og McDonalds

Já, ég dreif mig í leikfimi og er svaka ánægð með það. Fór á Orbitrekkið í 25 mínútur, þ.e. 20 mín. púl og 5 mín. svona "cooldown". Fór svo í gegnum prógrammið mitt í tækjunum. Var sko vel sveitt og fann alveg þokkalega fyrir að ég tók vel á. En spáið í því, þegar ég er á Orbitrekkinu þá fer púlsinn minn alveg upp í 160-170. Svo var kona á öðru Orbitrekki við hliðina á mér, svona lítil og nett, örugglega svona 160 cm og 50 kg. Hún var alveg á fullu en púlsinn hjá henni fór aldrei upp fyrir 70. Spáið í þessu, sú hlýtur að vera í hrikalega góðu formi, örugglega langhlaupari. 60-80 er svona normal hvíldarpúls hjá flestum. Kannski verð ég einhverntíman svona, hahaha, nei ég efast um það. En ég vona að mér takist að koma púlsinum niður í svona 140 í svona áreynslu, það fyndist mér svaka flott.

Svo er hinn kafli dagsins sem er ekki alveg eins flottur. Ég skrapp með Örnu Valdísi á McDonalds og keypti mat til að taka heim handa fjölskyldunni (föstudagur og enginn nennir að elda). Ég ætlaði að fá mér svona kjúklingasalat, en þá var það ekki til *arg*. Ég keypti mér þá kjúklingaborgara í staðin, en það er náttúrulega alls ekki eins gott fyrir kolvetnasveltið mitt. Það er náttúrulega brauð í því. Svo var ég svo dofin að í stað þess að kaupa stakan borgara þá keypti ég máltíð með frönskum. Svo ég fékk franskar með. Algjör auli!!! Og fyrst þetta var komið fyrir framan mig þá stóðst ég ekki mátið og fékk mér smá af frönskunum... en ég fékk mér þó ekki nema svona 1/3 af pokanum. Helvítis brauðið á örugglega eftir að hamla þyngdartapinu hjá mér.

4 Comments:

  • At 4. júní 2004 kl. 15:46, Blogger Flintebakken fjölskyldan said…

    Getur þú ekki fengið þér gulrætur í staðinn fyrir franskarnar ? Það svínvirkar fyrir mig !!!! Flottar tölur hjá þér skvís.

     
  • At 4. júní 2004 kl. 15:51, Blogger Lilja said…

    Jú það er hægt, ég bara fattaði það ekki fyrr en stelpan var búin að setja allt í pokana og allt tilbúið.

     
  • At 5. júní 2004 kl. 09:48, Blogger Hildur said…

    Vá, ég var að skoða allt um átakið þitt. Og ég verð bara að segja Vá hvað þú hefur breyst mikið. Hlakka til að geta sett svona myndir af mér inn á mitt blogg.

     
  • At 5. júní 2004 kl. 09:55, Blogger Lilja said…

    Takk :D Enda er alveg meiriháttar gott að kíkja á þetta af og til og minna sig á hvað maður er búinn að afreka mikið. Ég er alveg geðveikt stolt af mér sko. Þetta er líka svo gott þegar ég er pirruð á hvað gengur hægt núna, þá sé ég hvað ég er SAMT búin að ná langt ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home