Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, maí 29, 2004

Aðhald, fráhald, viðhald, framhald....

Er mikið búin að spá í þessu. Fólk segist oft vera í aðhaldi þegar það er í megrun, er það ekki? En ef maður spáir í þessu þá er maður bara alls ekkert í aðhaldi heldur í fráhaldi. Við erum að halda ákveðnum mat og matarmagni frá okkur, ekki að okkur ;) Svo þegar kjörþyngd er náð þá þarf maður að vera í viðhaldi, sem sagt halda þessu við... og það er framhaldið á fráhaldinu okkar :þ

Annað sem ég er mikið búin að spá í, afhverju er það svona ljótt að vera einfaldlega í megrun? Það er eins og það sé einhver skömm yfir þessum frasa, "að vera í megrun". Komin neikvæð merking á þetta eins og það séu bara einhverjar desperat kerlingar sem hafa enga sjálfsstjórn sem fara í megrun. Nú er fólk í átaki, aðhaldi, fráhaldi, breyttum lífsstíl o.s.frv.

Annars var ég bara ekkert of dugleg í fráhaldinu mínu í kvöld... eða gær... það er víst kominn nýr dagur. Át hálft súkkulaðistykki, sem sagt ca 50 grömm. En jæja, þá er allavegana nammið í skápnum búið. Þá er bara að takast á við kræsingarnar í fermingarveislunni á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home