Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, júní 20, 2004

Fimm vikna áætlunin ;)

Nú eru fimm vikur þar til ég fer í sumarfrí. Ég ætla ekki að gera neina áætlun um að léttast í sumarfríinu, en í staðin þá vil ég reyna að standa mig vel fram að því. Í morgun var ég 85,4 kg og ég ætla bara að miða við þá tölu í upphafi þessarar áætlunar. En sem sagt þá set ég að markmiði að vera komin í 80 kg þann 25. júlí. Ég veit að þetta er svolítið að skjóta yfir markið, þýðir að ég þarf að losna við rúmlega kíló á viku. En ég ætla samt að stefna að þessu. Segir ekki einhversstaðar að það sé best að stefna á stjörnurnar ef þú vilt ná fjallstindinum? Held að það sé bara gott að setja sér svona markmið og hafa einhverja fastsetta stefnu í þessu.

Ég þarf svo að hafa meira skipulag á máltíðunum, helst bara að planleggja þær smá fram í tímann. Í morgun fékk ég mér egg og beikon og í hádeginu ferskt salat með rækjum og fetaosti, smá dressing og svo eina kolvetnasnauða brauðsneið með smurosti, spægipylsu og ostsneiðum. Varð vel södd af því. Er ferlega ánægð með þetta brauð, saðsamt og gott. Hvað ætti maður svo að hafa í kvöldmatinn? Á sko fullt af kjöti í frystinum, best að gramsa smá... sko, fann þarna þetta fína svínasnitzel. Get líka skorið það í strimla og steikt með grænmeti, jömm, jömm.

Því miður komst ég ekki í leikfimi. Fattaði áðan að barnagæslan er lokuð á sunnudögum og elsku, aumingja kallinn minn liggur alveg bakk með slæmt mígrenikast, svo ég get ómögulega skilið krakkana eftir hjá honum *andvarp*. En það er lítið við því að gera. Ég ætti kannski að íhuga að fara í labbitúr í kvöld, finnst það bara svo ferlega leiðinlegt. Sé til. Eitthvað verð ég kannski að leggja á mig ef ég ætla að ná þessu markmiði mínu. Stelpur, nú bið ég ykkur að vera duglegar að hvetja mig og minna mig á að ég ÆTLA að ná þessu markmiði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home