Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, júní 24, 2004

Eldhúsvigt

Haldiði að ég hafi bara ekki splæst í þessa flottu digital eldhúsvigt handa mér :D Nú get ég sko vigtað allt sem ég set ofan í mig, híhí. Hún er reyndar ferlega flott, hægt að skipta á milli gramma og oz og líka láta hana mæla í lítrum (ef maður er með vökva). Mælir minnst 1g og mest 5 kg. Er sko svaka ánægð með hana. Hún var svo sem ekkert alveg ókeypis, en ég held að hún sé vel þess virði. Líka bara sem bökunarvigt :D

Annars er ég búin að skammta mér nammi í kvöld, á kolvetnasnauðar kexkökur. Eða þetta er eiginlega eins svipað og ískex, með súkkulaði ofan á. Ætla að leyfa mér 4 svoleiðis í kvöld. Þá eru nýju tölurnar fyrir daginn ca 1500 kkal. og 31 grömm kolvetni ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home