Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, júlí 08, 2004

17 dagar í 80 kg ;)

Jæja, enn styttist í takmarkið mitt. Ég er nú reyndar hálf svartsýn á að ná að komast í 82,1 kg á sunnudaginn, en ég geri mitt besta ;) Ekki annað hægt. Ég var á kvöldvakt í kvöld, hún er sko frá 14:30-22:30. Borðaði morgunmat eftir að búið var að koma krökkunum í leikskólann, lagði mig svo og svaf af mér hádegismatinn, fékk mér svo bara smá súkkulaði áður en ég rauk í vinnu og borðaði svo miðdegisverð um klukkan 17. Svo fékk ég mér smá hnetur um kvöldið. Annars var mikið að gera í vinunni og lítill sem enginn tími til að slaka á, en svona er þetta nú oft á þessari deild.

Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Enginn.
Orkubiti: Ca 30 gr kolvetnasnautt súkkulaði.
Miðdegisverður: Roastbeef með salati og fetaosti, smá AB-mjólkurdressing.
Kvöldsnarl: Ca 50 gr. blandaðar hnetur.

Samtals var þetta um 1045 kkal. og 34 grömm kolvetni. Get alveg verið sátt við það. Vona bara að vigtin verði sammála mér :Þ Fer í leikfimi á morgun ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home