Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Sofðu klukkutíma lengur og þú léttist

Þetta var ég nú að lesa í Aftonbladet á netinu, sænskt blað. Þar segir að rannsóknir bendi til að þeir sem sofi lítið gangi verr að léttast en þeir sem sofa vel og lengi. Ein ástæðan er nefnd sú að framleiðsla leptins, en það er hormónið sem stjórnar saðseminni, er seytt út í líkamann þegar maður sefur. Önnur ástæða gæti nú bara verið að það er erfitt að borða á meðan maður sefur ;) En allavegana þá var töluverður munur á þeim sem sváfu lengi og þeim sem sváfu stutt. Það er reyndar þekkt að þeir sem þjást af svefnvandamálum eiga oft einnig við leptin-skort að stríða. Vísindamenn hallast líka að því að hormón og efni sem stuðla að fitubrennslu og saðsemistilfinningu virki betur ef maður sefur vel, en viðurkenna svo sem að þeir sem sofi stutt hafa líka meiri tíma til að éta :Þ

Þannig að stelpur mínar, nú skulum við bara sofa sem mest og sofa af okkur spikið, hahaha.

Aftonbladet: Sov en extra timme - och gå ner i vikt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home