Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, júlí 14, 2004

11 dagar í 80 kg *hóst*

Ég er bara ekkert dugleg. Eða ok, ég er smá dugleg. En ég hreinlega nennti bara engan vegin í leikfimi eins og ég ætlaði. Var bara alveg búin á því þegar ég kom heim úr vinnunni og steinsofnaði í sófanum. (Stalst líka til að éta súkkulaði í vinnunni, kolvetnasnautt að vísu. Jájá, þetta er svo sem allt í lagi).

Morgunmatur: Egg og beikon.
Millibiti: Smá kolvetnasnautt súkkulaði.
Hádegismatur: Kaldur diskur með eggjahræru, reyktum laxi og grænmeti.
Millibiti: Smá meira kolvetnasnautt súkkulaði :Þ
Kvöldmatur: Kjúklingabringur með léttsteiktu grænmeti og rjómasoðsósu.

Samtals gerir þetta um 1400 kkal. og 28 grömm kolvetni. Ætla að reyna að fá mér ekkert meira í kvöld. Ætti bara að drullast snemma í bólið. Er grútsyfjuð eftir þessa vaktatörn hjá mér með óvæntu næturvaktinni. En af fyrri reynslu veit ég að ég fer ekkert snemma í bólið.

Jæja mæja, ég verð þá bara að sætta mig við ef ég næ ekki 80 kílóunum á settum tíma. Reyni þá bara að komast eins nálægt því og ég get. En tíminn er svo sem ekki enn útrunninn, allt getur gerst ;) Verð nú að segja að það er ekkert smá frábært að vera loks laus úr 87 kg gildrunni. Núna er ég mjög svipuð og ég var áður en ég varð ólétt af Örnu, þ.e. áður en ég fór að fitna upp úr öllu valdi. OG ÞAÐ ER SKO FRÁBÆR TILFINNING :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home