Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, júlí 19, 2004

6 dagar í 80 kg ;)

Jæja, er bara ánægð með daginn í dag. Er búin að vera að sortera dótið hjá krökkunum og er reyndar ekki enn búin. Ég þarf nú bara að taka eitthvað af þessum hlutum og geyma í kassa. En annars er ég bara jákvæð og bjartsýn. Ætla ekkert að svekkja mig þó ég nái ekki sléttum 80 kg á sunnudaginn, ég er samt búin að ná fínum árangri. Er bara farin að hlakka óskaplega mikið til að komast í sumarfrí. Ætla að passa mig vel að detta ekki gjörsamlega í óhollustuna, en ég ætla samt að leyfa mér ýmislegt sem ég hef haldið mér frá undanfarið.
 
Í dag var maturinn á þessa leið:
 
Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Brokkolígratín með rækjum.
Millibiti: 30 grömm kolvetnasnautt súkkulaði. Ein pylsa ca klukkutíma seinna :Þ
Kvöldverður: Heimalöguð grænmetissúpa.
 
Þessi pylsa átti nú ekkert að fara ofan í mig *hóst*. Ég var að gefa krökkunum að borða og hún bara sveif upp í mig alveg óvart, án þess að ég tæki eftir því. En hún svo sem var ekkert að skemma mikið, hefði verið verra ef þetta hefði verið brauðsneið eða kökusneið, sælgæti eða eitthvað slíkt ;) En þessi grænmetissúpa sem ég eldaði mér. Namminamminamm! Þvílíkt sælgæti. Það var bara unun að borða hana, hahaha. Allavegana fannst mér hún alveg svakalega góð, hitaeiningasnauð og alls ekkert mikið af kolvetnum í henni; ca 7 grömm í skammtinum. Ég er með uppskriftina af henni hér. En sem sagt, þessi dagur gerði ca 1240 kkal. og 20 grömm kolvetni. Er mjög ánægð með það :D Já og svo fór ég líka í ræktina og gekk vel ;)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home