Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Það er svo gaman þegar vel gengur ;)

Enn einn góður dagur í dag ;) Fékk mér reyndar pylsu í brauði í hádeginu, en passaði bara annað betur í staðin. Það er nefninlega alveg hægt að hliðra smá til fyrir svona "óhollustu" ef maður skipuleggur sig smá og hugsar aðeins fram í tímann. Svona var matseðillinn:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum, 125 mL léttjógúrt með mangó.
Hádegismatur: Osta/beikonpylsa í brauði með smá tómatsósu og sinnepi.
Miðdegisverður: Grískt salat (sem sagt með rauðlauk, fetaosti, ólívum og svo líka ristuðum furuhnetum) með kjúklingabringum og smá dressing með.
Kvöldsnarl: Skyr með Crémefine og strásætu ásamt 1/2 litlu epli, 1 sneið Lindbergbrauð með kjúklingakæfu.
Millibiti: 1 pk. Läkerol cactus.

Samtals var þetta um 1320 kkal. og 70 grömm kolvetni. Mjög fínt bara.

Við eiginmaðurinn fórum í ræktina saman áðan og litlu krakkagrislingarnir komu með og voru í barnapössuninni á meðan. Sú sem var í afgreiðslunni hló bara og sagði að nú væri bara öll familian komin í ræktina ;) Reyndar var Elísa heima, hún nennti sko ekki með og vera í einhverri "smábarnapössun". Svo hún sat bara heima og spilaði SIMS á meðan ;)

En þetta var mjög fínt og Bjöggi var ánægður með þetta. Hann fékk prógramm sett upp fyrir sig og mörg góð ráð, svo nú er bara að fara að æfa ;) Reyndar er hann alveg búinn á því núna, hahaha, karlgreyið hefur ekki hreyft sig í mörg ár og þar að auki svaf hann lítið s.l. nótt. Hann liggur bara hálfsofandi inni í rúmi (var sko að þykjast að lesa, en ég heyri hroturnar ;). Ég stakk upp á því áðan, að hann færi næst í ræktina á laugardaginn og honum leist vel á það. Svo nú erum við svaka heilsusamleg, hehehehe.

Bölvaður kuldi er þetta annars alltaf í mér núna, mér er bara alltaf kalt og alltaf með einhvern hroll. Hef reyndar alltaf verið kuldaskræfa en aldrei eins mikið og núna. Kannski er þetta bara vegna þess að einangrunin er búin að minnka svona mikið :Þ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home