Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, júlí 20, 2004

5 dagar í 80 kg... eða eikkað :Þ

Jæja, ég var á kvöldvakt í dag. Þetta er búinn að vera mjög góður dagur matarlega séð, fyrir utan eina krembollu sem ég freistaðist til að fá mér. Kerlunum í vinnunni nefninlega datt í hug að hafa bláberjapaí og ís... hvað er að þeim sko? Hehe! Ég fékk mér þó allavegana ekki bláberjapaí og ís, úff. En ég fór í spítalasjoppuna og ætlaði að kaupa mér kolvetnasnautt súkkulaði í staðin til að gæða mér á á meðan hinar fengu sér bláberjapaí og ís. Nema, aldrei þessu vant var það ekki til. Þá ætlaði ég að fá mér jarðhnetur í staðið... og það var bara ekki heldur til!!! Glatað! Nú, svo þá freistaðist ég til að kaupa mér eina krembollu, buhu. Jæja, ég slapp samt ágætlega með þetta. Svona varð sem sagt dagurinn:
 
Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Heimalöguð grænmetissúpa.
Miðdegisverður: 2 pylsur með salati og smá dressingu. Krembolla í eftirrétt.
Kvöldsnarl: Skinka og ostur bræddur saman í örbylgjuofni.
Miðnætursnarl: Heimalöguð grænmetissúpa.
 
Ég var nefninlega glorsoltin þegar ég kom heim af kvöldvaktinni núna áðan. Oh, vildi samt að ég hefði sleppt þessari krembollu, en það er of seint að gera neitt í því núna :Þ Heildin gerði um 1295 kkal. og 44 grömm kolvetni. Aðeins of mikið af kolvetnum þarna. Samt líður mér eins og það muni ekki skemma mikið núna. Vona bara að sú tilfinning sé rétt hjá mér :S

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home