Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Betri dagur í dag ;)

Takk fyrir peppið elsku dúllurnar mínar, leið ofsalega mikið betur við að lesa kommentin frá ykkur.

Jæja, dagurinn í dag. Ég fór reyndar ekki í ræktina, skamm á mig fyrir það. Mér til afsökunar þá þurfti ég að stússat heilmikið í dag, var t.d. að skrá Örnu í dægradvöl í skólanum, keyra tengdaömmu í banka og búð, versla inn fyrir þetta galtóma heimili (ekkert til eftir sumarfríið), heimsótti vin minn sem býr í DK en er hér í fríi núna og fer aftur út í lok vikunnar, og fór svo og skoðaði íbúð áðan.

Okkur leist bara ansi vel á þessa íbúð. Staðsetningin er mjög fín, bæði upp á skóla og leikskóla barnanna og með tilliti til umferðar. Þetta er efri sérhæð í tvíbýli, sér inngangur, huggulegur garður með sólpalli og húsið er innarlega í botnlanga, þannig að það er ekki mikil umferð þarna. Stór og rúmgóð herbergi, stofan að vísu ekki mjög stór, en samt alveg nógu stór, nýleg og nytsamleg eldhúsinnrétting, ágætis baðherbergi með nokkuð nýlegum innréttingum. Þvottahús og geymsla í kjallaranum og svo fylgir bílskúr sem búið er að innrétta sem einstaklingsíbúð, þannig að þar koma inn fínar leigutekjur sem myndu alldeilis létta greiðslubyrðina.

Eini gallinn er eiginlega að það eru ekki nema þrjú svefnherbergi, en við hefðum helst þurft fjögur. Arna og Hjalti geta svo sem alveg verið saman í herbergi eitthvað áfram, og það er líka alveg möguleiki á að hólfa af eitt svefnherbergið einhvernvegin til að þau fengu meira svona einkarými. Svo þegar Elísa er orðin nógu stór gæti hún alveg farið yfir í bílskúrsíbúðina.

Allavegana finnst okkur alveg þess virði að skoða þetta vel.

En já, aftur að átakinu. Mér er búið að ganga mjög vel með mataræðið í dag og líður miklu betur ;) Ætla svo bara að drífa mig í ræktina strax í fyrramálið.