Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, ágúst 07, 2006

Úff og púff og allt það

Jæja kæru vinkonur og aðrir.

Nú er ég komin heim úr þriggja vikna sumarfríi austur á Egilsstöðum í sól og blíðu (svona oftast allavegana) og viðbjóðslega miklu áti á gómsætum mat og óhollu snakki :S Er bara gjörsamlega hnöttótt eftir þetta. Hafði það að vísu alveg rosalega gott og þetta var mjög skemmtilegt sumarfrí, en já... hafði það aðeins of gott. Ef ég á ekki að missa mig gjörsamlega þá verð ég að gera eitthvað í þessu... er að fá ógeð á mér aftur og ég hata þessa tilfinningu. Þannig að það er mjög skynsamlegt að taka á þessu strax og koma sér í gott form aftur.

Vinkona mín ætlar að koma með mér í átak og við byrjum á því saman um miðjan ágúst. Ætlum að vera duglegar í ræktinni, í mataræðinu og fara út að ganga. Hugmyndin er að labba á Esjuna reglulega og eitthvað fleira í þeim dúr. Kærastinn er mikið til í að vera með í því líka, og það er frábært. Ég ætla reyndar bara að byrja í átakinu strax á morgun, er svona að undirbúa mig andlega og skipuleggja aðeins. Ætla virkilega að stefna á að gera þetta almennilega núna og vera dugleg að blogga.

Skelli inn færslu á morgun, hlakka heilmikið til að komast af stað aftur.