Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, maí 05, 2006

Líður svoooo vel ;)

Já, mér líður bara svo ofsalega vel þessa dagana. Hamingjusöm og létt í skapi, mætti vera léttari í kílóum talið, en það er allt á réttri leið ;) Allar stórar áhyggjur eru farnar og það er bara gaman að vera til ;)

Ég ákvað að skella mér í svona Heilsueftirlit í Laugum, byrjaði í dag. Þá hitti ég þjálfara sem fer yfir mælingarnar með mér, markmið og býr til prógramm í tækjunum... já og bara heldur svolítið utan um þetta. Ég mæti svo reglulega í vigtun og mælingar. Hefði getað gargað þegar ég var mæld í morgun, fituprósentan aftur orðin allt of há og ummálsmælingarnar ömurlegar. Það er svo svekkjandi að sjá þetta svona þegar maður hefur verið í flottu formi. En þá er bara að komast þangað aftur. Ég er í góðum gír og ætla að nýta mér hann. Reyndar verður djammað um helgina, afmælisveisla og fleira, en ég er samt svo bjartsýn. Ætla ekkert að missa mig út í neina bölvaða vitleysu ;)

Kíkið svo á nýjasta átaksbloggarann, Fitubollan, og endilega peppið hana upp.

Jæja, farin að taka til og dundast fyrir þetta partý í kvöld. Light bjór á boðstólnum fyrir mig ;)