Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, september 21, 2004

Fínn dagur ;)

Alveg er nú svona eggjasuðutæki rosalega sniðugt. Að ég skuli ekki nota þetta meira. Ég ætla sko að fara að gera það. Stórsniðugt að harðsjóða egg og hafa þau ofan á brauð. Ég vaknaði nefninlega svo seint að ég hafði ekki tíma að steikja mér egg og beikon. En í staðin skellti ég eggjum í suðutækið og lét þau soðna á meðan ég var að snurfusa mig inni á baði. Fékk mér svo eina speltbrauðsneið með áleggi og millisoðið egg með. Fínn morgunmatur alveg ;)

Var dugleg í vinnunni, innihaldið úr einum Läkerolpakka fékk að fara upp í mig sem nart yfir daginn. Jújú, ég át líka hádegismat ;)

Kom svo heim, fékk mér kolvetnasnautt súkkulaði sem smá orkubita, eldaði svo fisk handa liðinu og dreif mig síðan í ræktina þegar fjölskyldan var búin að borða. Ég ákvað að borða ekki rétt áður en ég færi að æfa og át því fiskinn bara þegar ég kom heim. Fékk mér svo smá eftirrétt áðan ;)

Morgunmatur: 1 soðið egg, 1 speltbrauðsneið með L&L, osti og skinku.
Nart: 1 pk. Läkerol.
Hádegismatur: Eggjahræra ásamt grænmeti, spekeskinku og spægipylsu.
Orkubiti: Ca 30 gr kolvetnasnautt súkkulaði.
Kvöldmatur: Steiktur ufsi með rósakáli og L&L út á.
Kvöldkaffi: Kesam með jarðarberjum og strásætu.

Samtals var þetta um 1400 kkal. og 30 gr. kolvetni. Get alveg sætt mig við það ;)

Annars var ég svo svakalega ánægð með mig í púlinu áðan. Púlsinn minn hélst svo stöðugur á Orbitrekkinu. Var í kringum 160-170 mestmegnið af tímanum, hækkaði aðeins í restina þegar ég tók sprettinn, en fór aldrei yfir 180. Var á svona 65 í hraða (veit ekki alveg fyrir hvað þetta stendur, held bara að þetta séu snúningar á mínútu) mest af tímanum og fór svo í 70-75 í restina. Þegar ég var að byrja í þessu rauk púlsinn minn sko auðveldlega yfir 190 og samt var ég þá ekki á meiri hraða en svona 60-65 í mesta lagi ;) Svo tek ég líka eftir að púlsinn er fljótari að lækka aftur þegar ég slaka á eftir púlið, heldur en hann var áður. Og meira að segja sko þá voru einhverjar megagellur við hliðina á mér að puða, reyndar örugglega svona um tvítugt, en púlsinn hjá þeim (já ég var að gægjast) var strax kominn í 180-200 eftir nokkrar mínútur á Orbitrekkinu. Hahaha, verð nú að viðurkenna að það hlakkaði smá í mér að vera með betra þol heldur en þær :Þ Ójá, ójá, ég er ánægð með mig í dag, tíhí ;Þ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home