Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, september 18, 2004

Bara leiðist sko...

... og er því að skrifa eitthvað bull. Annars sýnist mér vera smá vakning hér hjá verslununum um svona low carb fæði. Allavegana fann ég low carb karamellur og lakkrís í heilsubúðinni í dag, eitthvað sem ég hef ekki séð þar áður. En ég nenni ekki lengur að reikna með helminginn af sykuralkóhólunum, bara dreg þau frá. Kíki þá frekar á kaloríuinnihaldið. Já og svo var akkurat verið að kynna nýtt brauð í COOP (einni verslunarkeðjunni hér), en það er brauð bakað úr allskonar grófu korni og spelti. Ég keypti svoleiðis og ætla að leyfa mér af og til. Það eru ca 8 grömm kolvetni í venjulegri sneið. Ég reyndar sker þær aðeins þynnri ;)

En já matseðillinn. Ég er nú ekki búin að borða kvöldmat, en ég ætla bara að áætla núna og leiðrétti þetta þá bara á morgun ef eitthvað stemmir ekki.

Morgunmatur: Enginn, svaf.
Hádegismatur: Egg og beikon. 1 msk. kókosolía.
Miðdegisverður: Kjúklingasúpa og 1 sneið speltbrauð með L&L og osti.
Nart: 6 low carb karamellur og ca 25 grömm low carb lakkrís.
Kvöldmatur: Steikt nautagúllas m. léttsteiktu grænmeti og smá rjómasoðsósu. 1 msk. kókosolía.
Kvöldsnarl: 30 gr low carb hnetusúkkulaði.

Þetta gerir samtals um 1370 kkal. og 24 grömm kolvetni. Hljómar ágætlega svo ég ætla að reyna að halda mig við þetta plan ;)

Já, annars er ég búin að setja linka á þyngdar- og ummálskúrvurnar mínar. Náttúrulega bara tölur þarna síðan í gær og í dag, en verður gaman að sjá hvernig þetta þróast næstu mánuði. Ef þið haldið músinni yfir línuna þá birtist rétta tölugildið í svona gulum kassa ;) Hofte eru mjaðmir, liv er mitti, lår er læri, legg er kálfi og overarm er upphandleggur ;) Finnið linkana líka undir "Ýmislegt úr mínu átaki" hér til hægri.

Annars bara túrílú, kíki bloggrúntinn seinna í kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home