Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, september 13, 2004

Fínn dagur

Náði reyndar ekki að steikja mér egg og beikon í morgun, var svo sein á fætur að ég hafði ekki tíma til þess áður en ég fór í vinnuna. En þá kom nú low carb brauðið mitt að góðum notum ;) Ég er enn með brjálaðar harðsperrur í brjóstvöðvunum, bara hrikalega vont :( Fór ekki í leikfimi í dag, bæði út af harðsperrunum og líka var ég bara ósköp þreytt eftir daginn. En ég er búin að standa mig mjög vel í mataræðinu og reyndar hjólaði ég nú í og úr vinnu.

Morgunmatur: 2 low carb brauðsneiðar með L&L og osti. 1 msk. kókosolía.
Hádegismatur: Grilluð low carb samloka með skinku, salami og osti.
Kvöldmatur: Ofnsteiktur sítrónukjúklingur með léttsteiktu grænmeti og rjómasoðsósu. 1 msk. kókosolía.
Nart: 1 pk. Läkerol kaktus.
Kvöldsnarl: Ferskt, niðurskorið grænmeti með ídýfu gerða úr Cultura-mjólk.

Þetta gerði um 1450 kkal. og 32,5 grömm kolvetni. Kaloríurnar kannski í efri kantinum, en mér finnst ég samt búin að borða afskaplega hollt í dag ;) Það er nú bara snilld að fá sér svona niðurskorið ferskt grænmeti á kvöldin með smá léttri ídýfu, namminamminamm. Ég nota bara Cultura (AB-mjólk) og krydda neð smá allround- og hvítlaukskryddi :D Verst bara hvað öll súrmjólk hér er miklu þynnri en súrmjólkin á Íslandi, en í staðin þá kemur það sjálfkrafa að maður fær sér ekki eins mikið af ídýfunni; þynnra lag sem festist á ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home