Ný byrjun!
Ég er búin að ákveða að á morgun verður ný byrjun. Ég gat allavegana farið og verslað almennilega í dag, mikil hamingja, og á reyndar eftir að versla aðeins meira til að allt sé fullkomið. Ætla svo að baka kolvetnissnautt brauð á eftir og brugga Olludjúsinn góða. Ég ætla samt ekki að byrja á fullu í átakinu í dag, þar sem er að fara á deildarfund í vinnunni á eftir og þar verður boðið upp á pizzu. Svo finnst mér líka bara ágætt að byrja alveg frá byrjun á deginum og hafa þá bara allt tilbúið fyrir morgundaginn. Ég er ekki enn búin að koma mér í leikfimi aftur, en er búin að gera díl við vinkonu mína um að fara með henni á morgun, svo ég verð nú að standa við það ;) Jámm, mér líst vel á þetta og er sko gasalega ánægð að vera komin með smá aur aftur :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home