Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, september 15, 2004

Smá hátíðsdagur í dag ;)

Ég fékk sko útborgað í dag og var að fá launahækkun. Hún var meira að segja töluvert hærri en ég átti von á, húrra húrra :D Svo ég hélt upp á það með því að leyfa mér eitt dökkt hnetusúkkulaði í vinnunni (það er minni sykur í dökku súkkulaði) og svo fórum við fjölskyldan á McDonalds og fengum okkur miðdegisverðinn þar. Ég var nú bara þæg og fékk mér salat með kjúklingi, en reyndar stalst til að smakka smá ís hjá krökkunum. Það var samt ekki nema kannski ein matskeið. Ótrúlegt samt hvað það gerir mikið. En þetta var samt ekkert allt of slæmur dagur. Svona leit hann út:

Morgunmatur: Egg og beikon. 1 msk. kókosolía.
Morgunkaffi: 1 soðið egg. 1 dökkt hnetusúkkulaði. 1 pakki Läkerol kaktus (japlaði á þessu svona yfir daginn).
Hádegismatur: Grilluð low carb samloka með skinku, salami og osti.
Miðdegisverður: McDonalds Grilled Chicken Bacon Ranch salat með smá dressingu. Ca 1 msk. ís.
Kvöldsnarl: 150 grömm niðurskorið brokkolí með dressingu gerði úr kotasælu og léttum sýrðum rjóma.

Þetta gerði um 1580 kkal. og 42 grömm kolvetni. Vissulega aðeins fyrir ofan mörkin mín, en samt ekkert brjálað sukk, alls ekki ;)

Ég fór reyndar ekki í leikfimi. Við fórum nefninlega í verslunarleiðangur (alltaf gaman að eyða peningum) þar sem yngri dóttlan þurfti nauðsynlega nýja skó á leikskólann og nýjan regngalla. Svo fann ég rosa fína og góða skó á mig á útsölu, hræódýrir. Þetta eru svona hálfgerðir strigaskór, mjög léttir og fínir. Keypti þá í einhverri útilífsbúð og þeir eru mjög þægilegir. Alveg tilvaldir til að nota þegar maður er að labba heim af kvöldvöktunum ;)

Já, ég á ekki meira brauðmix frá Hagkaup, en ég var búin að e-maila www.sykurlaust.is og díla við að geta verslað frá þeim þó ég búi erlendis. Ætla að kíkja á það í kvöld, ja eða kannski bara á morgun. Er að hugsa um að fara bloggrúntinn og fara svo bara í heitt bað.

En já, hér er hún örlígörlí. Kíkið endilega á hana líka :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home