Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, september 13, 2004

Kókosolía

Smá um hana þar sem sumar eru að velta fyrir sér hvað eigi að vera svona gott við hana.

Kókosolía, eða kókosfita, er fljótandi við hitastig 24 gráður og yfir, annars er hún í föstu formi. Hún er því ýmist kölluð olía eða fita. Ég kalla hana bara olíu þar sem ég geymi hana þar sem hún helst fljótandi. Mér finnst betra að taka hana í þannig formi. Annars hefur olían/fitan mjög gott geymsluþol og þolir einnig vel hita, þannig að hún getur hentað mjög vel til steikingar og einnig er lítið mál að hita hana bara krukkuna undir heitu vatni ef maður vill fá hana úr föstu formi yfir í fljótandi.

Kókosolían var einu sinni talin ein óhollasta fitan á jarðríki, þar sem hún inniheldur yfir 90% mettaða fitu. En nú er komið í ljós að þessi mettaða fita sem kókosolían inniheldur er alls ekki svona skaðleg fyrir hjarta- og blóðrásarkerfið Munurinn er sá að mettuðu fiturnar samanstanda að mestu leytu af millilöngum fitusýrum, sem líkaminn á auðvelt með að brjóta niður. Hún er laus við trans-fitusýrurnar sem eru þessar hættulegu. Einnig inniheldur kókosolía sérstaka fitu sem kallast monolaurin, en verið er að rannsaka monolaurin í lyfjaheiminum í sambandi við góð áhrif hennar á sýkingar eins og kynfæraherpes, lifrarbólgu og eyðni. Monolaurin er einnig til staðar í móðurmjólkinni. Einnig er verið að rannsaka kosti kókosolíu sem meðferð við vanstarfsemi skjaldkirtils.

Í dag er kókosolían af mörgum talin hollasta fita heims.

Kostir kókosolíu eiga að vera m.a. þessir:

Styrkir ónæmiskerfið og veitir þannig vörn gegn ýmsum sýkingum.
Hefur góð áhrif á húð og hár, t.d. vinnur gegn flösu og exemi, jafnvel psoriasis.
Virkar örvandi á brennsluna.
Eykur upptöku og nýtingu af Omega 3 og 6 fitusýrum.
Vinnur gegn vanvirkni skjaldkirtils.
Dregur úr bólguviðbrögðum vegna ofnæmis.
Veitir vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum.


Ég trúi svo sem ekkert að kókosolían sé neitt undralyf sem lækni alla kvilla og láti þig grennast bara sjálfkrafa, en kannski hjálpar hún aðeins til við allt þetta ;)

1 Comments:

  • At 24. febrúar 2013 kl. 06:43, Anonymous Nafnlaus said…

    Sοmebody essentіally asѕist to mаke seriously ρosts I'd state. That is the very first time I frequented your website page and to this point? I amazed with the research you made to make this particular post extraordinary. Fantastic job!

    Check out my web page: www.lgtensunits.com

     

Skrifa ummæli

<< Home