Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, september 16, 2004

Gengur vel ;)

Er bara mjög ánægð með mig í dag, þrátt fyrir að ég hafi letingast og ekki farið í ræktina. Búin að borða alveg rétt allan daginn og mátulega mikið. Labbaði reyndar í vinnuna í morgun, svo smá hreyfingu fékk ég nú ;)

Morgunmatur: Egg og beikon. 1 msk. kókosolía.
Hádegismatur: Ferskt salat með rækjum og smá dressing.
Miðdegisverður: Nautahakk með léttsteiktu grænmeti. 1 msk. kókosolía.
Kvöldkaffi: Cultura með jarðarberjum og smá strásætu hrært saman í mixer.
Svo var ég reyndar að japla á Läkerol cactus í vinnunni, fer ekki undir neina sérstaka máltíð ;)

Þetta gerir samtals um 1100 kkal. og 28 grömm kolvetni. Bara alveg fullkomið, hehe.

Annars var þetta Cultura/jarðarberjamix alveg snilldargott. Kannski er þetta eitthvað svipað þessum booztum sem þið eruð svo oft að tala um. En ég er viss um að þessi blanda mín er alveg ógó góð svona hálffrosin. Er að hugsa um að prófa það einhverntíman við tækifæri.

Ég ætla í ræktina á morgun. Er alveg búin að plana daginn. Byrja á að keyra krakkana í leikskólann og fer svo í ræktina. Síðan ætla ég í heimsókn til Karinar, kasóléttu vinkonu minnar, (ef hún verður ekki bara búin að eiga) og svo á ég tíma í klippingu og strípur klukkan hálftvö. Haldiði að ég verði gella :Þ ;)

Ég er annars búin að panta frá www.sykurlaust.is, hlakka til að fá vörurnar. Og já, ég var nú bara 83,6 kg á vigtinni í morgun, mér til mikillar gleði :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home