Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, september 19, 2004

Sunnudagur og svolítið margar kaloríur :þ

En það má svona af og til. Búin að gúffa í mig low carb nammi og finnst ég bara alveg eiga það skilið, hahaha. Fór líka að æfa í dag og er bara þokkalega sátt við mig ;)

Þetta speltbrauð er svakalega gott og á meðan ég passa að hafa bara þunnar sneiðar og ekki nema svona 1-2 yfir daginn, þá er það sko í besta lagi.

Dagurinn var svona:

Morgunmatur: Egg og beikon. 1 msk. kókosolía.
Hádegismatur: 2 speltbrauðsneiðar með L&L og osti.
Millibiti: Low carb nammi (smá bland af súkkulaði, karamellum og lakkrís).
Kvöldmatur: Nautastrimlar með léttsteiktu grænmeti og smá sýrðum rjóma. 1 msk. kókosolía.
Kvöldnart: 30 gr. kolvetnasnautt hnetusúkkulaði (er ekki búin að borða það, en ætla að fá mér það í kvöld).

Samtals er þetta um 1650 kkal. og 30,5 grömm kolvetni.

Hvað ætli annars manneskja eins og ég brenni á dag? Þarf að fara að leita hvort ég finn einhversstaðar svoleiðis upplýsingar á netinu. En ég veit svo sem að eftir sem maður léttist þá brennir maður minna; minni líkami þarf minni orku. Þess vegna eru nú þessi blessuðu síðustu kíló alltaf svo hrikalega erfið ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home