Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, janúar 24, 2005

Komin heim ;)

Ó takk stelpur fyrir yndislegu kommentin ykkar. Það er svo gott að fá þau. Málið er nefninlega að þessi yndislegu komment, ásamt árangrinum sem maður sjálfur sér, er eldsneytið manns; það sem kemur manni áfram. Ójá, það er svo satt!

Gerrit spurði afhverju ég segði að þið fenguð sjokk ef þið sæuð mig án fata, hehe. Tók svo sem bara svona til orða, en ástarhöldurnar, hengimaginn, innanlæraskvapið og bakfellingarnar eru alveg til staðar þarna undir fötunum ;)

SúperS vildi vita sentimetrana ;) Ég skal bara reyna að muna að mæla mig á morgun og skella svo inn öllu saman. En fatastærðin. Ég var í svona 52, og núna kemst ég yfirleitt í 40 :D

Og já, ég hef lent í að fólk sem hafði ekki séð mig lengi þekkti mig ekki, hahaha, það var svolítið fyndið ;)

En dagurinn í dag var á þessa leið:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð, önnur með kjúklingasalati, hin með L&L, skinku og léttosti. 125 mL léttjógúrt með mangó.
Hádegismatur: Salat með skinkubitum, ólívum, fetaosti og ristuðum furuhnetum, smá dressing.
Miðdegisverður: Soðinn þorskur með smá hvítri sósu, 1 pínulítil kartafla og smá soðnar gulrætur.
Kvöldsnarl: Samloka úr Lindbergbrauði með pitsusósu og osti, hituð í örbylgjuofni. 125 mL léttjógúrt með hindberjum.
Millibiti: 1 bolli kaffi með mjólk, 2 Atkinssúkkulaði, 1 sneið Lindbergbrauð með kjúklingakæfu.

Mér fannst ég nokkuð dugleg í kvöld. Það var boðið upp á pizzu í vinnunni, en ég bjó mér bara til gervipizzu með Lindbergbrauðinu mínu, hehe. Svo var ég reyndar voða svöng þegar ég kom heim úr vinnunni og fékk mér þá þessa einu sneið með kjúklingakæfunni. Samtals gerði þetta um 1400 kkal. og 70 grömm kolvetni.

Engin líkamsrækt í dag reyndar, nema þá bara 20 mínútna göngutúr heim úr vinnunni ;)

Jæja, ætla að kíkja smá bloggrúnt og sjá hvað ég kemst langt. Þarf nefninlega bráðum að fara að sofa; morgunvakt í fyrramálið sko ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home