Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, apríl 25, 2004

Gaman ;)

Mér finnst svo frábært að vita af því að það eru fleiri í átaki að fylgjast með blogginu mínu, það hvetur mig svo áfram. Mér finnst að ég verði nú að standa mig betur fyrst einhverjar eru að fylgjast með þessu. Svo finnst mér líka meiriháttar að geta fylgst með öðrum í sömu sporum. Annars langar mig að hvetja alla til að skoða sérstaklega bloggið hjá Fegurðarbollunni. Þó það sé langt síðan hún skrifaði síðast, eru bara svo rosalega góðar pælingar þarna sem allir hafa gott af að lesa.

Annars er ég bara búin að standa mig vel í dag. Fékk mér að vísu tvö hrökkbrauð í vinnunni, þ.e. EKKI Fiber+, en ég held að það skemmi ekkert of mikið. Það voru bara öll salötin búin í matsalanum þegar ég ætlaði að kaupa mér :( svo ég fékk mér bollasúpu og tvær hrökkbrauðssneiðar í staðin. Nú langar mig til að vigtin sýni undir 91 kílói á morgun... best samt að vera með hóflegar væntingar ;)

Og Olla duglega, ef þú lest þetta, endilega settu inn kommentakerfi á bloggið þitt svo maður geti kommentað. Mig dauðlangaði að segja eitthvað áðan þegar ég var að lesa þetta, en fann engan stað til að tjá mig. En allavegana þá ertu að standa þig rosalega vel og það er ekkert óeðlilegt að maður standi stundum í stað. Pirrandi, æ nó, en maður verður bara að láta reyna á þolinmæðina ;)