Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, apríl 24, 2004

Ojæja!

Vigtin sýndi 91,2 kg áðan, það er svo sem enginn munur frá í gær í rauninni. Maður hefur víst ekki endlaust magn af vatni til að losa út ;) Nú vona ég bara að fitubrennslan sé að komast í gang. Þá er líka eins gott að fara ekki að skemma það með einhverju kolvetnasukki. Ég er búin að fá mér egg og beikon í morgunmat og greipsafa. Annars plataði ég lækninn sem var á vakt í gær til að skrifa upp á blóðprufur fyrir mig. Ætla að láta tékka á kólesterólinu og þríglýseríðum svona að gamni. Ákvað að láta líka tékka á blóðsykrinum, og reyndar líka natríum, kalíum, kreatínini og hemóglóbíni svona að gamni ;) En ég læt ekki gera þetta fyrr en á mánudaginn. Hefði reyndar verið áhugavert að vita kólesterólið og þríglýseríðin áður en ég byrjaði á þessu fæði og sjá hvort það væri einhver munur, en þetta er líka ágætt.